Knattspyrnumót hjá yngri flokkum í íþróttahöllinni


Í dag var haldið knattspyrnumót í íþróttahöllinni á Siglufirði. Öttu
yngstu flokkar okkar þar kappi við snjalla Dalvíkinga. Er skemmst frá því að
segja að allt fór þetta fram eins og best varð á kosið, leikgleðin var í
fyrirrúmi og mjög svo gaman að fylgjast með þessum upprennandi stjörnum
glíma við boltann.

Og eins og gengur vannst sumt en annað tapaðist.

Meðfylgjandi ljósmyndir tala annars sínu máli.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is