Kleinur, kleinur, kleinur


Á morgun, laugardaginn 16. febrúar, verða nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar með nýsteiktar kleinur til sölu. Þetta er fjáröflun í útskriftarsjóð þeirra. Pokinn kostar aðeins 1.000 krónur. Gengið verður í hús á Siglufirði en Ólafsfirðingar geta pantað og foreldrar munu aka með kleinurnar yfir um. Nemendur leggja af stað upp úr kl. 10.00.

Hvað er betra með laugardagskaffinu?

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is