KKS Þorrablótið 2011


Hið árlega KKS Þorrablót verður í Íþróttahúsinu á Siglufirði laugardaginn 19. febrúar 2011. Þetta er fjórða skiptið sem KKS þorrablót er haldið og hefur það heppnast mjög vel, maturinn einstaklega góður, sem og skemmtiatriðin.  

Veislustjóri í ár er hinn góðkunni S. Friðfinnur Hauksson, eða Finni eins og við þekkjum hann flest.  Félagar úr Fílapenslum koma og sprella, karlakórinn tekur nokkur lög, fjöldasöngur og eitthvað fleira verður til skemmtunar. Ninni á Hring og félagar ætla svo að byrja ballið um kl. 23.00 með u.þ.b. hálftíma nikkuballi, svo kemur hljómsveitin Max og leikur til kl. 02.00, þannig að allir sem vilja ættu að geta tekið sporið.  

Miðasala er hafin í Aðalbúðinni; miðaverði er stillt í hóf, aðeins kr. 6.900. Einnig verður ódýrt á barnum. Þeir sem ætla að vera saman við borð ættu að athuga að sætin eru númeruð.

Nánari upplýsingar á  http://www.kks.is.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is