Kjördæmamót í bridge á Siglufirði


?Um 200 manns munu spila á Kjördæmamóti í bridge sem haldið verður á Siglufirði um næstu helgi. Mótið er árlegt og er byggt á gömlu kjördæmaskiptingunni. Þannig munu fulltrúar 8 þessara “kjördæma” etja kappi ásamt liði frá Færeyjum og liði heimamanna,? segir Tíminn.is í dag.

Og áfram: ?Þannig munu 10 lið keppa um titilinn ?Kjördæmameistari 2011?.  Þessi keppni hefur verið vinsæl á meðal íslenskra bridgespilara á undanförnum árum. Þannig má búast við spennandi keppni á Siglufirði þessa helgina auk þess sem bridgespilarar munu setja mark sitt á mannlífið í Fjallabyggð um næstkomandi helgi.?

Fyrirhugað er að halda um 200 manna bridgemót á Siglufirði á næstunni.


Mynd: Tíminn.is

Texti: Tíminn.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is