Kirkjuskólinn að hefjast


Barnastarf Siglufjarðarkirkju er að hefjast að nýju eftir sumarfrí og verður fyrsta samvera vetrarins á morgun, 8. október, hefst kl. 11.15 og lýkur kl. 12.45. Þau sem fermast munu næsta vor, 20. maí 2018, á 100 ára afmæli Siglufjarðarkaupstaðar (sjá mynd),  verða til aðstoðar, auk þeirra einstaklinga sem veitt hafa starfinu forstöðu undanfarin ár.

Barnastarfið fékk í sumar veglegan styrk úr Samfélags- og menningarsjóði Siglufjarðar, eða alls 500.000 krónur, til kaupa á ýmsum munum, og nú hefur það verið gert að stærstum hluta, eins og sjá má hér fyrir neðan og ofan.

Vilja þau sem að barnastarfinu standa koma á framfæri hér kærum þökkum til þeirra sem í úthlutunarnefndinni sátu, fyrir hlýhug og velvild í garð þess.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is