Kirkjuskóli og kertamessa


Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, hefst kl. 11.15 og lýkur 12.45. Kl. 17.00 á morgun verður svo kertamessa á rólegum nótum, sungið við píanóundirleik. Þar munu tvær stúlkur úr hópi fermingarbarna vetrarins lesa, þær Júlía Birna Ingvarsdóttir og Thelma Dögg Þorsteinsdóttir.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is