Kirkjuskóli og dægurlagamessa

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, kl. 11.15-12.45.

Kl. 17.00-18.00 verður svo dægurlagamessa. Ræðumaður verður Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar. Karlakórinn í Fjallabyggð og Kirkjukór Siglufjarðar syngja. Undirleikarar og stjórnendur verða Elías Þorvaldsson og Rodrigo J. Thomas. Einsöngvari verður Birgir Ingimarsson.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]