Kirkjuskóli og aðventuhátíð


Í fyrramálið, 9. desember, sem jafnframt er fyrsti sunnudagur í aðventu, verður barnastarf Siglufjarðarkirkju á sínum stað, og kl. 17.00 er svo aðventuhátíð. Erla Gunnlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, flytur hugleiðingu. Um söng- og tónlistaratriði sjá Karlakórinn í Fjallabyggð ásamt hljómsveit, Kirkjukór Siglufjarðar, Ronja og ræningjarnir og Vorboðakórinn. Einsöngvari verður Þorsteinn B. Bjarnason. Undirleikarar og kórstjórnendur verða Elías Þorvaldsson, Rodrigo J. Thomas og Sturlaugur Kristjánsson. Anna Hulda Júlíusdóttir djáknakandídat les spádómstexta Gamla testamentisins og sóknarprestur les jólaguðspjallið. Auk þess verður almennur söngur.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is