Kirkjuskólaslútt í Ólafsfjarðarkirkju


Kirkjuskólastarfi vetrarins í Fjallabyggð lýkur á morgun með því að börn
úr Siglufirði og Ólafsfirði og foreldrar þeirra hittast í
Ólafsfjarðarkirkju við fjölskylduguðsþjónustu kl. 11.00 í fyrramálið og
síðan verður pylsuveisla í hádeginu. Þetta er í fyrsta sinn sem söfnuðurinir ljúka barnastarfinu saman, og má fyrst og síðast þakka það tilkomu Héðinsfjarðarganga.

Að ári verður sameiginlega slúttið svo í Siglufjarðarkirkju eða jafnvel í Dalvíkurkirkju, enda í ráði að gera þetta að einu starfssvæði.

Svona leit auglýsingin út sem kynnti þetta á dögunum í N4 Dagskránni.

Á morgun má búast við skemmtilegum degi í Ólafsfjarðarkirkju.

Auglýsing: Fengin úr N4 Dagskránni.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is