Kirkjuskólanum lýkur á morgun


Kirkjuskólanum – barnastarfi Siglufjarðarkirkju – sem hófst í
vetrarbyrjun á síðasta ári, lýkur á morgun en eftir viku, sunnudaginn
27. mars, verður sameiginleg uppskeruhátíð með
Kirkjuskólabörnum í Ólafsfirði, sem byrjar með fjölskylduguðsþjónustu í
Ólafsfjarðarkirkju kl. 11.00 og svo verður eitthvað gott að borða í hádeginu. Það verður nánar auglýst síðar, m.a. í N4 Dagskránni, sem borin er inn á hvert heimili í Fjallabyggð og mun víðar.

En
páskaföndrið verður allsráðandi í fyrramálið, eins og í síðasta tíma. Samverustundin er frá kl. 11.15-12.45. 

Hér koma svipmyndir frá 13. mars.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is