KF var með sjötta besta árangur allra liða á heimavelli í sumar


 

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, KF, var með sjötta besta árangur á heimavelli í sumar af öllum liðum á Íslandi. Það hefur því tekist eins og að var stefnt að búa til mjög sterkan heimavöll sem lið hræðast að koma til.

KF vann sjö leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur leikjum. KF náði því í 23 stig á heimavelli. Í heild fékk liðið 34 stig í sumar. Í fyrra endaði KF með 24 stig. Þetta er því bæting upp á 10 stig á milli ára.

 

Annars er það að frétta af KF að búið er að semja við langflesta heimamenn og verða þeir nær allir með á næsta sumri, sem er mjög gleðilegt. Ákveðið var að semja ekki við Milan Lazarevic áfram. En fyrirliði KF frá því á síðasta ári, Milos, verður hins vegar áfram í herbúðum KF.

 

Þessir leikmenn – Heiðar, Eiríkur og Milos
– verða allir áfram hjá KF.

Ljósmynd: Guðný Ágústsdóttir.

Tafla: KSI.is.

Texti: Þorvaldur Þorsteinsson | thorvald@vis.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is