KF tekur á móti Njarðvík á morgun í Ólafsfirði


Á morgun, þriðjudaginn 21. júní, taka strákarnir okkar í KF á móti Njarðvík.

Strákarnir unnu góðan sigur á móti ÍH á laugardag og eru nú komnir á gott skrið með þrjá sigra í röð. Með sigri á Njarðvík gætu þeir skotist upp í þriðja sætið.

Njarðvík er eins og stendur einu sæti ofar en við þannig að um gríðarlega erfiðan leik er að ræða en 2. deildin í ár er mjög jöfn og skemmtileg.

Leikurinn hefst klukkan 18.00 í Ólafsfirði.

Hvetjum alla í Fjallabyggð til að mæta og hvetja okkar stráka í hörku leik.

Áfram KF!

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF), meistaraflokksráð.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is