KF tekur á móti Hetti klukkan 14.00 á laugardag á Ólafsfjarðarvelli


 

Það hefur verið frekar erfitt gengi hjá okkar mönnum síðustu vikurnar. En það er ekki þar með sagt að liðið hafið verið að spila illa. Í síðustu þremur leikjum hefur KF aðeins hlotið eitt stig, en það kom í 4-4 jafnteflisleik á móti Njarðvík. Það var sama með þann leik eins og síðustu tvo leiki hjá KF að liðið hefur verið að fá á sig mörk í uppbótartíma sem hafa kostað liðið stig. Þegar illa gengur reynir á leikmannahóp liða sem og stuðningsmenn. Það er því frábært tækifæri sem bæði leikmenn og stuðningsmenn fá nú á laugardag þegar topplið deildarinnar kemur í heimsókn í Fjallabyggð, því það er fátt skemmtilegra en að vinna þau lið sem eru á toppnum.

 

Allir á völlinn og áfram KF.


KF ætlar sér að vinna Hött á laugardaginn kl. 14.00.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Þorvaldur Þorsteinsson | thorvald@vis.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is