KF-íþróttagallarnir eru komnir


Nýir íþróttagallar KF komu í hús nýlega og var byrjað að afhenda þá um
helgina. Því verður haldið áfram alla þessa viku frá 09.00-17.00 í
höfuðstöðvunum í Ólafsfirði. Leikjagallarnir eru albláir að meginlit en hlífðargallarnir bláir (treyja) og svartir (buxur). Einnig er hægt að kaupa legghlífar.

Boðið er upp á þrjár greiðsluleiðir:

1. Æfingagjöld vetur 10.000 + galli 15.000 hjá þeim sem æfa allt árið; hægt að setja á þrjár greiðslur.

2. Æfingagjöld vetur 10.000 + sumar 25.000 og gallar 15.000 á sex greiðslur.

3. Staðgreiða galla og æfingagjöld vetur.

Anna Brynja Agnarsdóttir tekur sig vel út í nýja leikjagallanum.

Mynd: Aðsend.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is