KF fær 1,4 milljónir frá KSÍ


Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 51 milljón króna til barna- og unglingastarfs sem skiptist á milli aðildarfélaga í deildum öðrum en úrvalsdeild. Greiðslan skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar fær því úthlutað 1,4 milljónum, Tindastóll og Dalvík fá 1 milljón króna og KA og Þór 2,1 milljón kr. Styrkurinn mun hafa verið greiddur út í dag, 1. nóvember 2016. Héðinsfjörður.is greinir frá.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is