KF enn ósigrað í Lengjubikarnum


Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) gjörsigraði Völsung frá Húsavík í Boganum á Akureyri 7. apríl í eina leik helgarinnar í B deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 5-2. Þetta kemur fram á Héðinsfjörður.is. KF er eftir sigurinn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Völsungur er með þrjú stig eftir jafn marga leiki.

Næsti leikur KF er útileikur gegn Fjarðabyggð á Reyðarfirði í Fjarðabyggðarhöllinni. Leikurinn fer fram þann 14. apríl klukkan 16.00

Sjá nánar hér.

Mynd: Aðsend.

Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | [email protected].

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]