Ketkrókur þrammar til byggða


Ketkrókur er tólfti jólasveinninn. Hann var vanur að stinga löngum krókstjaka niður um strompana og krækja sér í hangikjötslæri sem geymd voru upp undir rjáfri. Í gömlum sögnum er getið um svipaðan jólasvein, Reykjarsvelg, sem gapti yfir eldhússtrompnum en lét sér nægja að svelgja í sig reykinn af hangikjötinu.

Ketkrókur, sá tólfti,


kunni á ýmsu lag.

– 
Hann þrammaði í sveitina


á Þorláksmessudag.


Hann krækti sér í tutlu,


þegar kostur var á.


En stundum reyndist stuttur


stauturinn hans þá.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar.

Vísur: Jóhannes úr Kötlum, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is