Kertasníkir er síðastur


Kertasníkir er þrettándi jólasveinninn. Hann er gríðarlega veikur fyrir
tólgarkertum og vill helst éta þau. Hins vegar finnst honum loginn af
þeim líka afskaplega fallegur og er því oft tvístígandi. Í eldri
heimildum er hann stundum kallaður Kertasleikir.

Þrettándi var Kertasníkir,


– þá var tíðin köld,


ef ekki kom hann síðastur


á aðfangadagskvöld.Hann elti litlu börnin


sem brostu, glöð og fín,


og trítluðu um bæinn


með tólgarkertin sín.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar.

Vísur: Jóhannes úr Kötlum

, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is