Keilir verður Örkin


Í gær var hleypt af stokkunum mikið endursmíðuðum eikarbáti úr slippnum á Húsavík. Upphaflega var hann smíðaður í Stykkishólmi 1975 fyrir Húsvíkinga undir heitinu Kristbjörg ÞH 44. Hann var svo dreginn upp í slippinn á Húsavík fyrir nokkrum mánuðum sem Keilir SI 145 og hefur nú verið endursmíðaður að verulegu leyti. Yfirsmiður breytinganna er Húsvíkingurinn Kristján Ben Eggertsson sem mun vera eini starfandi skipasmíðameistari hérlendis. Þetta má lesa á Facebook-síðu Gauks Hjartarsonar byggingaverkfræðings, sem jafnframt birti nokkrar myndir af viðburðinum og gaf leyfi fyrir birtingu þeirra hér líka. Hinn endursmíðari eikarbátur, sem er í eigu Siglfirðings hf., mun fá nafnið Örkin.

Sjá líka hér, úr fréttatíma Sjónvarpsins. Innslagið byrjar 06:58.

Myndir: Gaukur Hjartarson.
Texti: Gaukur Hjartarson / Sigurður Ægisson │ [email protected] 

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]