Kanna laga­legu stöðu AFLs


„Gunn­ar I. Birg­is­son, bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar, seg­ir það skyldu bæj­ar­ráðsins að fá að vita hver sé laga­leg staða spari­sjóðsins AFLs, áður Spari­sjóðs Siglu­fjarðar og Spari­sjóðs Skaga­fjarðar, eft­ir að til­kynnt var um yf­ir­töku Ari­on banka á sjóðnum. Sveit­ar­stjórn Skaga­fjarðar og bæj­ar­ráð Fjalla­byggðar hafa samþykkt að veita bæj­ar­stjór­um sveit­ar­fé­lag­anna umboð til að gæta hags­muna íbú­anna í þessu máli. Bæjarráð Fjallabyggðar ályktaði fyrr í vikunni að um mik­il­vægt mál væri að ræða fyr­ir íbúa Fjalla­byggðar og Skaga­fjarðar og eðli­legt að laga­leg­ur rétt­ur í mál­inu væri kannaðar. AFL stend­ur í mála­ferl­um við aðal­eig­anda sinn, Ari­on banka, vegna er­lendra lána sjóðsins frá því fyr­ir hrun. Einn dóm­ur er fall­inn, AFLi í óhag, en dómn­um hef­ur verið áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.“ Mbl.is greinir frá þessu.

Og ennfremur:Gunn­ar seg­ir að ef er­lendu lán­in verði dæmd ólög­leg í Hæsta­rétti, þá myndi skuld­astaða AFLs við Ari­on banka lækka og til yrði óráðstafað eigið fé, þ.e.a.s. eigið fé sem er meira held­ur en stofn­fé. „Ef það er óráðstafað eigið fé, eins og okk­ur sýn­ist vera, þá á að ráðstafa því í ýmis fram­fara­mál í héraði. Í stjórn slíks sam­fé­lags­sjóðs eiga að sitja einn frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu, einn frá mennta­málaráðuneyt­inu og einn frá sveit­ar­fé­lög­un­um,“ seg­ir Gunn­ar. Hann nefn­ir að næsta skref sé að biðja lög­fræðing sveit­ar­fé­lags­ins um að afla gagna í mál­inu. „Ef þessi er­lendu lán verða dæmd lög­leg, þá er ekk­ert um að ræða. Þá er það mál búið. En við vilj­um fá að afla gagna í mál­inu. Það þarf að fara áfram og verða flutt í Hæsta­rétti. Þetta þarf að ger­ast.“

Gunn­ar furðar sig jafn­framt á blaðagrein upplýsingafulltrúa Arion banka, sem birt­ist í Morg­un­blaðinu 27. júní síðastliðinn. Þar seg­ir upp­lýs­inga­full­trú­inn að allt tal um sam­fé­lags­sjóð sé ábyrgðarlaust og aðeins til þess fallið að villa um fyr­ir al­menn­ingi. „Erfitt er að átta sig á hvað mönn­um geng­ur til með slík­um mál­flutn­ingi, á ég til að mynda við um­mæli bæj­ar­stjóra Fjalla­byggðar í fjöl­miðlum,“ seg­ir í grein­inni.

Gunn­ar seg­ir upp­lýs­inga­full­trú­ann vera að reka horn í síðu sína í þess­um mál­um. „Ég er hér ráðinn til að gæta hags­muna íbúa Fjalla­byggðar og ég geri það. Og það munu eng­ar upp­hróp­an­ir frá Ari­on banka þar að lút­andi trufla mig. Ég læt svona hálf­gerðar hót­an­ir eins og vind um eyru fjúka.““

Mynd: Úr safni.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]