Kanadagæsir í heimsókn


Í Siglufirði hafa sést um 100 fuglategundir, eftir því sem best er vitað. Í fyrradag bættist ein við, þegar fjórar kanadagæsir litu í heimsókn. Þær héldu sig austan megin við ós Hólsár, voru ýmist á flugbrautarbakkanum eða þá – ef að þeim komst styggð – á sjónum, en ekkert á sjálfum Leirunum á fjöru.

Kanadagæs (Branta canadensis) er flækingsfugl á Íslandi en hún verpir allt norðan frá túndrusvæðum Kanada og suður til Bandaríkjanna en einnig í Evrópu, var flutt þangað á 17. öld. Hún er árviss hér á landi vor og haust og er talið að þar eigi í hlut bæði amerískir og evrópskir fuglar.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is