Kalt og vindasamt fyrir norðan


Það hefur verið fremur napurt í Siglufirði undanfarna daga og blásið hressilega, lengstum gengið á með dimmum
éljum. Í dag var skíðasvæðið lokað, veðrið kl. 15.15 var norðan 10-18
m/s og hviður fóru í 20 m/s, frostið var 9 stig, en með vindkælingu 22 gráður. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er gert ráð fyrir
norðan 8-13 m/s og einhverri ofankomu en það á að skána í nótt, ganga í
sunnan og suðvestan 5-10 á morgun með snjómuggu síðdegis. Frost 4 til
12 stig.

Eftirfarandi myndir sýna best hvernig þetta hefur verið.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is