Kálfsdalur


?Við hjónakornin fengum okkur kvöldgöngu út fjörðinn að austanverðu í blíðskaparveðri og sól upp úr kl. 21.00 í fyrrakvöld, ætluðum að ganga út að Selvík og skoða vitann,? segir Gestur Hansson í bréfi til vefsins. ?Ástand á stikum er ekki gott. Við hjá ferðafélaginu verðum að taka okkur í gegn með það og laga. Þær vantar víða eða eru brotnar og veðraðar. En ástandið á Selvíkurvitanum er samt sýnu verra, hann er að hruni kominn og er skömm að sjá svona tignarlegt mannvirki fara svona. Gengum upp í Kálfsdal og inn fyrir vatnið. Til að komast út í náttúruna er bara einfalt að reima á sig skóna og ganga.?

Og hann sendi nokkrar myndir úr ferðinni.

Sjá líka hér, til nánari fróðleiks.

Selvíkurviti er illa farinn, eins og Gestur bendir á, og furðulegt að hann skuli vera látinn grotna svona niður.

Hér þarf að verða breyting á. 

Brot úr vitanum.

Selvík.

Siglufjörður.

Kálfsskarð.

Kálfsvatn.

Kálfsdalur.

Kálfsdalsá.

Myndir: Gestur Hansson | gesturhansa@simnet.is


Texti:
Gestur Hansson | gesturhansa@simnet.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is