Kaffisala við Holtsrétt


Siglfirðingur.is hefur verið beðinn um
að koma því á framfæri að það verður kaffisala laugardaginn 11.
september í tjaldi við Holtsrétt, í tengslum við réttardaginn sem þá er,
og verður sá háttur hafður á í fyrsta sinn núna.

En enginn posi er því miður á staðnum.

Um kvöldið verður svo stiginn dans í Ketilási við undirleik Geirmundar Valtýssonar og félaga.

Holtsrétt í Fljótum. Þar verður eflaust fjölmenni á laugardaginn kemur.

Þá verður réttað.

Og rjúkandi heitt kaffi selt, en enginn posi verður á staðnum

og því nauðsynlegt að taka með sér klink eða seðla.

Mynd af Holtsrétt og sauðkind, og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Mynd af kaffibaunum og bolla: http://www.telegraph.co.uk/health/dietandfitness/5082927/Coffee-before-gym-session-takes-the-pain-out-of-exercise.html


image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is