Kaffi og páskaegg


Fríða Björk Gylfadóttir er farin að huga að páskunum, enda ekki ráð nema í tíma sé tekið. Dymbilvika er í lok mars og páskadagur 1. apríl.

Hún hyggst taka upp þá nýbreytni að bjóða upp á persónulegri páskaegg en gengur og gerist. Hún verður með tvær stærðir og fólk mun geta komið sjálft með kveðjuna sem á að vera inni í egginu, eða þá málsháttinn, valið súkkulaðið og jafnvel hvort það vilji hafa sitt hvort súkkulaðið í sitt hvorum helmingnum.

Stórt, steypt einfalt páskaegg er 190 gr. að þyngd og mun kosta kr. 2.400 krónur, og minna steypt einfalt er 100 gr. og mun kosta 1.900 kr. Séu þau steypt tvisvar mun stærri gerðin verða 330 gr. að þyngd og kosta 3.800 kr. stykkið og sú minni verða 160 gr. og kosta 2.800 kr.

Panta þarf fyrir 1. mars.

Sjá líka hér.

Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is