Júlía Margrét


Júlía Margrét var skírð í morgun í Siglufjarðarkirkju. Hún fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kristín Ágústa Harðardóttir og Ástþór Árnason. Skírnarvottar voru Jakob Snær Árnason og Kristinn Tómas Eiðsson.

Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með daginn.

Kristín Ágústa og Ástþór með dóttur sína, Júlíu Margréti.

Þarna hafa skírnarvottarnir, Kristinn Tómas og Jakob Snær, bæst við.

Og hér afar og ömmur Júlíu Margrétar.

Og að auki langafar og langömmur.

Og hér er svo prinsessan, Júlía Margrét.

 

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is