Jónsmessumót Kjarnafæðis 2016


Fimmtudaginn 16. júní fer fram Jónsmessumót Kjarnafæðis í strandblaki á strandblaksvellinum við Rauðku á Siglufirði. Mótið er árlegt og undanfarin ár hefur þátttakan verið mjög góð. Keppt verður í bæði karla- og kvennaflokki og stefnt að því að hafa deildarskiptingu út frá fjölda liða.

Lið (tveir saman) geta skráð sig til leiks en ef einstakling vantar félaga til að spila með munu mótshaldarar aðstoða viðkomandi við að finna sér félaga.

Þátttökugjaldið er 4.000 kr. á lið (2.000 kr. á einstakling).

Skráning á mótið er á [email protected] eða í síma 699-8817.

Nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi Facebooksíðu: Strandblak Sigló.

Hér fyrir ofan er mynd af sigurvegurum Jónsmessumóts Kjarnafæðis árið 2015.

Með kveðju,

Strandblaksnefnd Blakfélags Fjallabyggðar

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]