Jónsmessuganga ferðaklúbbsins 24×24


Ferðaklúbburinn 24×24 auglýsir þessa dagana hina árlegu Jónsmessugöngu sína, laugardaginn 25. júní næstkomandi. Að þessu sinni á að fara umhverfis Siglufjörð eftir fjallstoppunum – þ.e.a.s. ganga frá Strákum, suður eftir fjallseggjunum og fyrir fjörðinn og norður að Siglunesi. Stefnt er að því að vera þar um miðnæturbil, í von um að fá að njóta miðnætursólarinnar, en allt fer það auðvitað eftir veðri. Þar verður gengið niður í fjöru þar sem bátur bíður og siglir með fólk til Siglufjarðar.

Spennandi.

Enn eru laus pláss.

Ferðir á vegum 24×24 eru farnar allan ársins hring og hafa verið í kringum 30 ferðir á ári síðastliðin ár.

Sjá nánar hér.

Leiðin sem farin verður 25. júní næstkomandi.

Mynd: Fengin af heimasíðu 24×24.


Texti: Sigurður Ægisson
| sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is