Jón Steinar teiknaði leikmyndina


Sjónvarpið hefur nú sýnt tvo af fimm þáttum sem gerðir eru eftir bók Ólafs Hauks Símonarsonar um Fólkið í blokkinni og hafa þeir notið mikilla vinsælda. Hér er örlítið sýnishorn. Í skrá yfir þá sem koma að gerð þáttanna, og birt er í lok þeirra, bregður fyrir nafni Jóns Steinars Ragnarssonar myndlistar- og kvikmyndagerðarmanns. Hann hefur búið á Siglufirði í nokkur ár og er óhætt að segja að hann hafi sett svip sinn á mörg húsanna í bænum með því gefa þeim lit, bæði á svæði Rauðku og annars staðar. Þá hefur hann unnið að endurgerð gamalla húsa, nú síðast Aðalgötu 2.

?Ég teiknaði leikmyndina,? segir Jón Steinar aðspurður um aðkomu sína að nýju sjónvarpsþáttunum, ?sem sagt leikmyndateiknari en ekki hönnuður, þótt maður setji sitt mark á hlutina. Sama hlutverk hafði ég með teikningu og útfærslu leikmynda í kvikmyndinni Málmhaus, sem var frumsýnd fyrir stuttu. Maður er alltaf eitthvað í þessum bíóbisness, þó mest í erlendum auglýsingum.?

Á bloggsíðu Jóns Steinars segir: ?Til helstu afreka má nefna að hann er höfundur og leikmyndahönnuður barnamyndarinnar Ikíngut, auk þess að hafa verið leikmyndahönnuður kvikmyndanna Fíaskó, Engla alheimsins og Nóa Albínóa, sem hann hlaut Edduna fyrir, auk Fóstbræðraþáttanna alræmdu og fjölda sjóvarpsþátta.? Þá má geta þess að hann hefur verið leikmunasmiður í þremur þáttaröðum af Latabæ.

Á þessari vefslóð má nálgast upplýsingar um kvikmyndir sem Jón Steinar tengist
.

Jón Steinar Ragnarsson í kunnuglegum gír.

Myndin var tekin á Ráðhússtorgi á Síldarævintýrinu 2012.

Útlit húsanna við Rauðkutorg og þar í kring eru verk hans.

Sama.

Fólkið í blokkinni.

Myndir af Jóni Steinari og Rauðkutorgi: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Mynd af Fólkinu í blokkinni: RÚV.is.

Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is