Jón Óskar Andrésson bikarmeistari Skíðasambands Íslands


Andrésar andarleikarnir voru haldnir á Akureyri 26.-29. apríl síðastliðinn og tóku á sjöunda hundrað krakkar úr 18 félögum þátt að þessu sinni og með þjálfurum, fararstjórum og aðstandendum barnanna komu því alls hátt í 2.000 manns að hátíðinni að talið er.

   

Frá Skíðafélagi Siglufjarðar, Skíðaborg, mættu 18 keppendur til leiks og stóðu sig allir vel.

   

Á fyrsta keppnisdegi, miðvikudaginn 27. apríl, varð Jón Óskar Andrésson í öðru sæti og Oddný Halla Haraldsdóttir fjórða í sínum flokkum. Einar Breki Tómasson varð aukinheldur sjöundi í sínum flokk.

   

Á öðrum keppnisdegi, fimmtudaginn 28. apríl, náði Kristinn Freyr Ómarsson öðru sæti, Elísabet Alla Rúnarsdóttir varð í fjórða sæti og Oddný Halla Haraldsdóttir í því fimmta. 

   

Á lokadeginum varð Einar Ágúst Ásmundsson fimmti og Jón Óskar Andrésson fjórði. Jón Óskar náði einnig þeim frábæra árangri að verða bikarmeistari Skíðasambands Íslands í sínum aldursflokki.

   

Alls stóðu því keppendur frá okkur sjö sinnum á verðlaunapalli í alpagreinum á þessum leikum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Óskar lendir á verðlaunapalli í vetur; árangur hans á mótum hefur verið sérlega glæsilegur:

Bikarmót á Dalvík

Stórsvig: 1. sæti.

Svig: 3. sæti.

Bikarmót í Stafdal 

Stórsvig: Fyrstur eftir fyrri en datt í seinni.

Svig: 1. sæti.

Unglingameistaramót í Hlíðarfjalli

Stórsvig: Datt.

Svig: 2. sæti.

Andrésar andarleikarnir á Akureyri

Stórsvig: 2. sæti.

Svig: 4. sæti.

Og vann bikarmeistaratitil.

Siglfirðingur.is óskar honum innilega til hamingju með þetta allt, sem og öðrum þátttakendum héðan á Andrésar andarleikunum í síðustu viku.

Hér má svo lesa ýmislegt fróðlegt um leikana.

Jón Óskar Andrésson á fleygiferð.


Og hér má sjá nokkra fleiri þátttakendur frá Skíðaborg.

Mynd af Jóni Óskari Andréssyni: Guðný Helgadóttir / Andrés Stefánsson.

Mynd af stúlkum: Kolbrún Gunnarsdóttir.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is