Jón Gunnarsson í heimsókn


Sjálfstæðisfélögin í Fjallabyggð boða til opins fundar með Jóni Gunnarssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Ráðherra mun meðal annars fjalla um samgöngumál á Norðurlandi, flýtingu vegaframkvæmda á yfirfullum vegaköflum og um sveitarstjórnarstigið.

Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar við Gránugötu sunnudaginn 5. mars og hefst kl. 16.00.

Kaffi á könnunni og allir hjartanlega velkomnir.

Sjálfstæðisfélögin í Fjallabyggð.

 

Forsíðumynd: Fengin af Netinu.
Fundarboð/Texti: Aðsend.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is