Jólatrjáasala í skóginum á morgun


Skógræktarfélag Siglufjarðar verður með jólatrjáasölu á morgun, sunnudaginn 5. desember, frá  kl. 13.00 til 15.00. Fólk getur valið sér úr fyrirfram merktum trjám og sagað sjálft eða
fengið aðstoð við það. Einnig er hægt að fá greinar.

Svo eru veitingar á boðstólum í skógarhúsinu, heitur drykkur og piparkökur.

Þau sem hafa hug á að fá tré þar vinsamlegast látið Kristrúnu vita í
síma 8477750 eða Beggu í síma 8624377.

Það verður sannkölluð jólastemning í
skóginum.

Stjórnin.

Það er alltaf fallegt í skóginum okkar, jafnvel í hríðarkófi.

Á morgun er spáð -7°C og hægri norðanátt en björtu veðri

og því tilvalið að skreppa inneftir og ná sér í jólatré og yl í kroppinn á eftir.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Stjórn Skógræktarfélags Siglufjarðar.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is