Jólatónleikar Tónskóla Fjallabyggðar


Íbúar sveitarfélagsins mega eiga von á
góðu næstu daga, eða nánar tiltekið 10., 13., 14., 15. og 16. desember,
því þá verða Jólatónleikar Tónskóla Fjallabyggðar haldnir, ýmist í
Ólafsfirði eða á Siglufirði.

Nemendur eru 152 talsins, þar af 22 í
forskólanámi, 127 í grunnnámi og 3 í miðnámi.

Flestir eru að læra á
píanó (47), klassískan gítar (33) og söng (22); næst á eftir koma
forskóli (15), trommur (13), fiðla (10), þverflauta (10), harmonikka
(7), bassi (4), síðan altflauta, blokkflauta, klarínett, rafbassi,
rafgítar og saxófónn (2) og loks trompet (1).

Og víst er, að sýnishorn
alls þessa fær að heyrast nú á aðventunni.

Sjá nánar hér og á meðfylgjandi auglýsingu.

Ekki verða öll þessi hljóðfæri í eldlínunni næstu daga, en alla vega sum.

Auglýsing: Fengin af heimasíðu Tónskóla Fjallabyggðar.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is