Jólatónleikar til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins


Í kvöld, 7. desember, verða nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga með
jólatónleika til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Þeir munu hefjast
kl. 20.00 og verða í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Húsið opnar kl. 19.30. Þau sem koma fram eru Daníel Pétur Daníelsson, Eyrún Brynja Valdimarsdóttir, Gómar, Lísa
Margrét Gunnarsdóttir, Lísebet Hauksdóttir, Ólöf Kristín Ásgeirsdóttir
ásamt barnakór, Rakel Anna Knappett, Svava Jónsdóttir, Þórarinn
Hannesson, Þorsteinn Bjarnason og Þorsteinn Sveinsson.

Aðgangseyrir er 2.000 kr. fyrir 12 ára og eldri, 1.000 kr. fyrir 6-11 ára og frítt fyrir yngri.

Tónleikarnir eru verkefni hóps nemenda í  svokölluðum Miðannaráfanga við Menntaskólann á Tröllaskaga. Í áfanganum vinna nemendur eigin verkefni, alveg frá hugmynd til lokaframkvæmdar. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga og hefur hugmyndaflug nemenda ráðið för. Auk skipulagningar jólatónleikanna, hefur verið haldinn flóamarkaður og LAN-mót. Haldið verður innanhússmót í fótbolta fyrir unglinga n.k. þriðjudag, gefa á út uppskriftabæklinga á netinu og gera á viðhorfskönnun hjá eldri grunnskólanemendum um sameiningu skólanna. Einnig er hópur að skoða  markaðsmöguleika fyrir hestaleigu á svæðinu svo eitthvað sé nefnt. 

Áfanginn hefur einmitt miðað að því að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa eigin hugmyndir.

 

Hægt er að horfa á viðtal við nemendur sem birtist á N4 hér.

 

Mynd: Aðsend.


Texti: Inga Eiríksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri Menntaskólans á Tröllaskaga
| inga@mtr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is