Jólastund með eldri borgurum


Starfsfólk Síldarminjasafnsins stendur fyrir árlegri jólastund fyrir eldri borgara í Fjallabyggð á morgun, föstudag. Samverustundin fer fram í Bátahúsinu og hefst kl. 14:00. Eftir rafmagns- og sambandsleysi síðustu daga er kjörið að njóta góðrar samveru, hlýða á fallega jólasögu, þverflautuleik Eddu Bjarkar Jónsdóttur og taka þátt í samsöng. Boðið verður upp á smákökur og heitt súkkulaði.

Allir velkomnir.

Kveðja,
Anita Elefsen, safnstjóri.

Mynd: Sigurður Ægisson │ [email protected]
Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]