Jólastund á Síldarminjasafninu


Eldri borgurum í Fjallabyggð er boðið til jólastundar á Síldarminjasafninu á morgun, þriðjudaginn 11. desember, og á miðvikudag, 12. desember, kl. 14.00. Hlýtt verður á upplestur úr nýjum bókum sem tengingu hafa við Siglufjörð, rætt um jólahefðir fyrri tíma og boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. Áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku sína í síma 467-1604.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is