Jólastemning í skóginum


Fjölmargir tóku í dag boðinu um að ná sér tré í skógræktinni og voru
þeir á öllum aldri og undantekningarlaust vel búnir í köldu veðrinu. En
gott var samt að fá sér hressingu á eftir í skógarhúsinu flotta, sem af
þessu tilefni skartaði íslenska fánanum við hún.

Og ekkert vantaði upp á
jólastemninguna, eins og lofað hafði verið.

Skógarhúsið var í hátíðarbúningi og tók vel á móti aðvífandi gestum.

Logandi kerti vörðuðu leiðina uppeftir.

Fólk streymdi að.

Hanna Björnsdóttir og Halldór Þormar Halldórsson fundu þetta glæsilega tré.

Það var gott að fá sér yl í kroppinn þarna inni.

Og fleiri nældu sér í afburða tré, eins og hér má sjá.

Þaðan er fallegt um að litast.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is