Jólasokkar, snjókarlar, fléttuð hjörtu og gúmelaði


Í dag kl. 17.30 komu nemendur 1. og 2. bekkjar og foreldrar þeirra saman
í neðra skólahúsi á Eyrinni til að föndra. Var þar glímt við jólasokka
og snjókarla úr filti og jafnvel lagt í að flétta pappírshjörtu til að setja á jólatré.

Á
eftir buðu 7. bekkingar upp á heita og kalda drykki til hressingar, sem
og bakkelsi af ýmsum tegundum.

Sumsé, flott aðventustund með börnum á öllum aldri.

Hér koma nokkrar myndir.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is