Jólaminningar Önnu Laufeyjar


Anna Laufey Þórhallsdóttir er fædd á Siglufirði í nóvember 1944 og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Þórhallur Björnsson verslunarstjóri í Verslunarfélaginu, f. 1912, d. 1992, og Hólmfríður Guðmundsdóttir, f. 1911, d. 1982. Anna Laufey býr í Mosfellsbæ. Maður hennar er Lúðvík Lúðvíksson stýrimaður, f. 1938.

?Verandi kaupmannsdóttir þá eru flestar mínar minningar af jólum barnæskunnar tengdar kaupmennsku. Eftirminnilegast er mér þegar ég fann fyrst lykt af vínberjum, þegar korkurinn var tekinn ofan af þeim í tunnunum á lagernum í Versló. Einnig þegar opnaður var fyrsti kassinn af Delicious-eplunum, sem alltaf komu rétt fyrir jól.

Ég vann í mörg ár í Versló í jólafríunum og alltaf var gaman í búðinni á Þorláksmessu. Þá voru allir svo glaðir ? bæði þeir sem voru að versla (sumir góðglaðir) og starfsfólkið sem sá fyrir endann á annatíð. Þegar dyrunum var lokað kl. 13.00 á aðfangadag var mikill léttir og gott að komast heim í jólabaðið.

Alltaf fannst mér flott að hafa ártalið í hlíðinni neðan við Hvanneyrarskálina og kyndlana á brún skálarinnar.?

Verslunarfélag Siglufjarðar.

Svona var umhorfs inni fyrir á þessum árum.

Delicious-eplin eru enn fáanleg.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is