Jólaminningar á jóladag


Siglfirðingurinn Jónas Ragnarsson tekur saman jólaminningar frá liðinni
öld í sérstökum jólaþætti sem fluttur verður á Rás 1 kl. 15.20 á
jóladag. Þátturinn er byggður á bók Jónasar, Jólaminningar, sem kom út
hjá Bókafélaginu Uglu í fyrra.

Lesið er úr minningaþáttum eftir kunna
Íslendinga frá fyrri tíð: Bríeti Bjarnhéðinsdóttur ritstjóra, Indriða
Einarsson rithöfund, Ólínu Andrésdóttur skáldkonu, séra Bjarna Jónsson
og Huldu Á. Stefánsdóttur skólastjóra. Einnig eru flutt nokkur jólalög.

Sjá nánari upplýsingar um þáttinn á vef
RÚV: http://dagskra.ruv.is/ras1jol/joladagur/jolaminningar_5850/.

  Þessi bók Jónasar kom út í fyrra.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is