Jólalögin okkar


Kirkjukór Siglufjarðar var að gefa út fallegan hljómdisk sem inniheldur tíu hugljúf og hátíðleg jólalög sem koma úr ýmsum áttum (sjá meðfylgjandi lagalista). Hann nefnist Jólalögin okkar. Æfingar byrjuðu í september og fóru upptökur fram í Siglufjarðarkirkju um miðjan nóvember. Stjórnandi kórsins, Rodrigo J. Thomas, sá um upptökur og eftirvinnslu hljóðblöndunar. Mogomusic ehf. sá um  fjölfjöldun og prentun á  geisladiska. Halldóra S. Björgvinsdóttir og Sigurður Hlöðvesson sáu um hönnun á hulstri.

Hafa má samband við alla kórfélaga (sjá meðfylgjandi nafnalista) til að kaupa diskinn sem kostar 2.000 kr. og má millifæra greiðslu á reikning kórsins: 0348-15-550547, kt. 570800-2050; við sendum diska til kaupanda innanlands eins fljótt og hægt er.

Helstu tengiliðir eru:
Halldóra S. Björgvinsdóttir, sími 840-2504, netfang: [email protected]
Sigurður Hlöðversson, sími 898-0270, netfang: [email protected]
Þorsteinn Bjarnason, 847-2140, netfang: [email protected]

Lögin eru eftirfarandi:

1.   Kom þú, kom, vor Immanúel
      Franskt lag                
      Texti: Sigurbjörn Einarsson
2.  Syng, barnahjörð
      Lag: G.F. Händel            
      Texti: Jóhann Hannesson
3.   Jól, jól, skínandi skær
      Lag: Gustaf Nordqvist        
      Texti: Reynir Guðsteinsson
4.   Sjá, morgunstjarnan blikar blíð
      Lag: J. S. Bach            
      Texti: Helgi Hálfdánarson
5.   Jólasöngur
      Lag: James R. Murray        
      Texti: Guðmundur Óli Ólafsson
6.   Opin standa himins hlið
      Franskt lag                
      Texti: Sigurður Pálsson
7.   Jólagjöfin
      Lag: Gustav Holst        
      Texti: Sverrir Pálsson
8.  Einu sinni í ættborg Davíðs    
      Lag: Henry John Gauntlett    
      Texti: Friðrik Friðriksson
9.   Það var um dimma vetrarnátt
      Lag: Richard S. Willis        
      Texti: Ekki vitað um höfund
10. Englakór frá himnahöll
      Franskt lag                
      Texti: Jakob Jónsson

Sópran: Erla Helga Guðfinnsdóttir, Erla Ingimarsdóttir, Guðný Pálsdóttir, Gunnjóna Jónsdóttir, Helga Guðrún Sverrisdóttir, Hugborg Inga Harðardóttir, Jónbjörg Þórhallsdóttir, Jósefína Benediktsdóttir, Kolbrún Friðriksdóttir og Ragna Ragnarsdóttir. Alt: Alma Birgisdóttir, Brynhildur Baldursdóttir, Halla Óladóttir, Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir, Hulda Friðgeirsdóttir, María Lillý Ragnarsdóttir og Sigurleif Brynja Þorsteinsdóttir. Tenór: Ólafur Þór Ólafsson, Stefán Einar Friðriksson og Þorsteinn Bjarnason. Bassi: Sigurður Hlöðvesson og Steinn Elmar Árnason. Einsöngur með kórnum: Ragna Ragnarsdóttir og Stefán Einar Friðriksson.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]