Jólaknattspyrnumót KF innanhúss


Jólaknattspyrnumót KF innanhúss verður haldið á föstudaginn kemur, 30. desember, á Siglufirði.

Hvert lið má vera skipað allt að 7 leikmönnum, 5 inná í einu og fer skipting í riðla eftir skráningu. Eftir riðlakeppnina verður útsláttarkeppni þar sem besta liðið stendur uppi sem sigurvegari.

Keppt verður bæði í karla og kvennaflokki, ef næg þátttaka næst.

Keppnisgjald er 15.000 kr.

Verðlaun verða veitt fyrir keppni dagsins.

Leikjaniðurröðun kemur á heimasíðu félagsins fyrir klukkan 21.00, fimmtudaginn 29. desember.

Spilað er eftir innanhúsreglum KS, oldboys reglum.

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í mótinu.

Nánari upplýsingar gefa Brynjar (869-8483) og Hlynur (898-7093).

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is