Jólaaðstoð 2019

Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn veita þeim á Eyjafjarðarsvæðinu sem á þurfa að halda fjárhagslega aðstoð fyrir jólin. Fyrir þau sem búa á og við Akureyri skal bent á auglýsinguna hér fyrir ofan, en þau sem eru utan þess svæðis hafa samband við viðkomandi sóknarprest og nálgast hjá honum eyðublað sem þarf að fylla út. Í ár er sami háttur á ferlinu og á síðasta ári. Skráning hefst á morgun, 25. nóvember, og stendur til 29. nóvember. Þau sem fá úthlutun sækja gjafakortin þriðjudaginn 10. desember eða miðvikudaginn 11. desember kl. 13.00-16.00 á Akureyri eða til viðkomandi sóknarprests. Á Siglufirði verður hægt að nálgast þau að kvöldi 11. desember.

Mynd: Aðsend.
Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson │ [email protected]