Jóhannes Þórðarson 95 ára


Í dag, 29. september, er Jóhannes Þórðarson fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Siglufirði 95 ára. Hann er fæddur og uppalinn á Siglufirði, sonur Þórðar Jóhannessonar trésmiðs og Þórunnar Ólafsdóttir saumakonu. Jóhannes hóf störf í lögreglunni á Siglufirði sumarið 1944, var fastráðinn árið eftir og tók við stöðu yfirlögregluþjóns haustið 1947. Hann lét af störfum vorið 1988, eftir 44 ára dygga þjónustu.

Kona Jóhannesar var Halldóra S. Jónsdóttir frá Sauðárkróki. Hún lést haustið 2009. Í kjölfar þess flutti Jóhannes suður og hefur síðan dvalið á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.

Siglufjarðarlögreglan um 1970.  Efri röð: Stefán Friðriksson, Ólafur Jóhannsson og Björn Hafliðason.  Neðri röð: Hjörtur Ármannsson og Jóhannes Þórðarson.

Siglufjarðarlögreglan um 1970.
Efri röð: Stefán Friðriksson, Ólafur Jóhannsson og Björn Hafliðason.
Neðri röð: Hjörtur Ármannsson og Jóhannes Þórðarson.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Myndir: Halldóra Ólafs og Jónas Ragnarsson.
image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is