Jógvan Hansen og Jóhanna Guðrún

Öðrum og næstsíðasta degi Pæjumótsins lauk á Ráðhústorgi fyrir skemmstu,
þar sem hinir geðþekku listamenn Jógvan Hansen og Jóhanna Guðrún
Jónsdóttir stigu á svið og sungu fyrir þátttakendur og gesti, fyrst
hvort í sínu lagi en svo saman. Þar mátti heyra ýmsa þekkta slagara og kunnu börn, ungmenni og fullorðnir greinilega vel að meta.

Einmuna blíða hefur verið í Siglufirði og fjöldi liða atti kappi á íþróttavöllunum við Hól alveg frá morgni til kvölds. Á morgun kemur í ljós hver þeirra hampa sigurlaununum.

Hér gefur að líta nokkrar myndir frá því áðan.

Þessar stúlkur voru komnar í múnderíngar við hæfi enda stutt í að fjörið byrjaði.

Fjöldi manns var samankominn á og við Ráðhústorg. Hér sést aðeins partur hans.


Þegar Jógvan tók upp fiðluna og bogann

og söng lagið Fairytale eftir Alexander Rybak

ætlaði allt vitlaust að verða.


Svo fluttu þau nokkur lög saman, Jógvan og Jóhanna Guðrún,

við undirleik þessa fína gítarista.


?Islands in the stream? eftir Bee Gees,

sem þau Kenny Rogers og Dolly Parton gerðu frægt hér um árið, stóð fyrir sínu.


Og að lokum hljómaði svo ?Is it true??


Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is