Jarðskjálfti upp á 3,5


Jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter varð 10,8 km NV af Siglufirði um kl. 23.03 í kvöld. Upptök hans voru á 13,7 km dýpi. Hann fannst vel á Siglufirði, m.a. á Hvanneyrarhólnum. Fyrst var eins og geysiþungt farartæki æki á miklum hraða eftir Hvanneyrarbrautinni og svo kom mikill og hávær dynkur, eins og sprenging, og engu var líkara en að húsið lyftist. Lætin stóðu þó ekki yfir nema í örfáar sekúndur.

Nokkrir eftirskjálftar hafa orðið, sá stærsti upp á 2,1.

Staðsetningin er merkt grænni stjörnu á kortinu hér fyrir ofan.

Sjá nánar hér og hér.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is