Japanskur blaðamaður í heimsókn


Japanski blaðamaðurinn Shusuke Ogawa var í heimsókn í Siglufirði í gær og dag og tók viðtöl við heimamenn. Hann kom hingað til lands fyrir nokkru til að skrifa um tengsl Íslendinga við álfa og huldufólk og hefur farið víða í þeim tilgangi, m.a. vestur til Bolungarvíkur. Ástæðan fyrir því að hann lagði leið sína hingað norður var frásögnin af Álfkonusteini í Selgili á Hvanneyrarströnd, sem þýdd var á ensku og birt í Monitor og sem fór þaðan víða um heim í hittifyrra. Sjá hér og hér.

Myndin hér fyrir ofan var tekin seinnipartinn í gær úti við Selgil.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is