Japanskt risaforlag fær Snjóblindu


Japanska risaútgáfan Shogakukan hefur tryggt sér réttinn á glæpasögu Ragnars Jónassonar, Snjóblindu, en átta þarlend forlög bitust um bókina. Þá var einnig nýlega gengið frá samningum um útgáfu á bókinni víðar í Asíu, í Suður-Kóreu og Armeníu. Áður hefur rétturinn verið seldur til Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Póllands, fyrir utan gjörvallt breska samveldið. Shogakukan er eitt stærsta miðlunarfyrirtæki Japans og nema tekjur þess yfir eitt hundrað milljörðum króna á ári og starfa á áttunda hundrað manns hjá félaginu.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]