Jakob Sævar er nýkrýndur skákmeistari Goðans 2011


Siglfirðingurinn knái, Jakob Sævar Sigurðsson, sigraði á Skákþingi
Goðans 2011. Og ekki nóg með það, heldur varð bróðir hans, Smári Sigurðsson, í öðru
sæti. Foreldrar þeirra eru Sigurður Helgi Sigurðsson yfirhafnarvörður og
Sigríður Jónsdóttir, að Hólavegi 33. Þeir bræður hafa verið í Skákfélaginu Goðanum í Þingeyjarsýslu um nokkurt skeið og m.a. teflt fyrir þess hönd á Íslandsmóti
skákfélaga.

Þess má einnig geta, að Smári var hraðskákmeistari Goðans 2006 og 2008 og Jakob Sævar 2009, þannig að ljóst er að þeir bræður kunna eitt og annað fyrir sér í þessari íþrótt.

Sjá nánar hér.

Jakob Sævar Sigurðsson.

Mynd: Fengin af heimasíðu Skákfélagsins Goðans.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is