Jaðrakanarnir komnir og álftin lögst á


Nú eru jaðrakanarnir komnir. Um 100 fuglar voru á Leirunum undir kvöld, í

bland við hettumáfa, stelka, tjalda og aðrar fuglategundir, og ýmist tíndu í gogginn
eða hvíldu sig. Sveinn Þorsteinsson sá einnig nokkra fyrr í dag annars
staðar í firðinum. Einnig hefur lóunum fjölgað. Og álftin er lögst á í
tjarnarhólmanum.

Í fyrradag var annað álftapar á sveimi við ós Hólsár og í Saurbæjarmýrinni eða -kílunum og virtist sem það ætlaði sér eitthvað meira hér, sem hefði verið mjög ánægjulegt, en svo hvarf það á braut.

Sveinn Þorsteinsson tók þessa mynd af nokkrum jaðrakönum á túninu neðan við Steinaflatir um kl. 16.30 í dag.

Og þessa af heiðlóum á sama stað og tíma.

Svona var umhorfs á Leirunum um kl. 21.00.

Hér er litið aðeins sunnar.

Og álftin var lögst á.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is og Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is